Ásgeir valinn í U-19 ára landsliðið

Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið valinn í U-19 ára landsliðið í knattspyrnu sem að mætir Noregi, Svíþjóð og Slóvakíu á alþjóðlegu móti sem haldið verður í

Ásgeir valinn í U-19 ára landsliðið
Íþróttir - - Lestrar 332

Ásgeir í leik með Völsungi.
Ásgeir í leik með Völsungi.

Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið valinn í U-19 ára landsliðið í knattspyrnu sem að mætir Noregi, Svíþjóð og Slóvakíu á alþjóðlegu móti sem haldið verður í Svíþjóð 16-22 september. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ásgeir spilað 41 leik með meistaraflokki í deild og bikar. Ásgeir er vel að þessu kominn og óskum honum góðs gengis með landsliðinu.

 

Fleiri Völsungar eru viðloðandi yngri landslið Íslands. Hulda Ósk Jónsdóttir og Jana Björg Róbertsdóttir hafa verið valdar í æfingahóp U-17 ára landsliðsins sem að æfir tvisvar um komandi helgi.

Þetta minnir okkur á það að hjá Völsungi er til staðar efnilegt íþróttafólk sem er sjálfum sér og félaginu til sóma. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744