22. sep
Ásgeir skoraði í öllum leikjum U19 á SvíþjóðarmótinuÍþróttir - - Lestrar 396
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eitt marka U19 ára landslið Íslands í sigri liðsins á Svíum í lokaleik Svíþjóðamótsins.
Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Ísland sem leiddu í leikhléi, 1 - 0. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti á þessu móti en Norðmenn höfðu sigur.
Íslenska liðið spilaði vel í leiknum og Ásgeir Sigurgeisson náði forystunni á 25. mínútu eftir laglegt samspil. Þetta var þriðja mark Ásgeirs í þremur leikjum mótsins. Þannig var staðan í leikhléi en Tómas Ingi Urbancic skoraði svo tvö mörk í síðari hálfleik með fjögurra mínútna millibili, á 62. og 66. mínútu. Góð staða Íslands en heimamenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk undir lok leiksins, á 86. og 88. mínútu. En þeir komust ekki lengra og okkar strákar gátu fagnað sigri. (ksi.is)