Ásgeir enn á skotskónum

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði í öðrum leiknum í röð með U19 landsliði Íslands í tapi gegn Norðmönnum.

Ásgeir enn á skotskónum
Íþróttir - - Lestrar 335

Ásgeir í leik með Völsungi.
Ásgeir í leik með Völsungi.

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði í öðrum leiknum í röð með U19 landsliði Íslands í tapi gegn Norðmönnum.

Þetta var annar leikur liðsins á Svíþjóðarmótinu en lokaleikur Íslands er gegn heimamönnum í Svíþjóð á laugardaginn. 
 
Í frétt á Fótbolta.net segir að eftir jafnan fyrri hálfleik hafi íslenska liðið náð forystunni á lokamínútu hálfleiksins. Fyrirliðinn, Samúel Kári Friðjónsson, tók langt innkast og Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður Völsungs var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. 

Norðmenn höfðu svo undirtökin í síðari hálfleik, jöfnuðu metin á 58. mínútu og komust svo yfir átta mínútum síðar og reyndist það sigurmarkið. 





  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744