Ársþing HSÞ – Jóhannes Friðrik er íþróttamaður HSÞ 2015Íþróttir - - Lestrar 515
Ársþing HSÞ fór fram í Miðhvammi á Húsavík í dag og mættu 59 fulltrúar frá 18 félögum á þingið.
Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ heiðruðu félaga í HSÞ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og íþróttafólki úr héraði voru veittar viðurkennin-gar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum og kjöri íþróttamanns HSÞ 2015 var lýst.
Jóhannes stóð sig gríðarvel á árinu. Hann landaði Íslandsmeistaratitli unglinga síðasta vor og bætti svo við það í sumar þegar hann varð Landsmótsmeistari í flokki U-18. Jóhannes vann svo til silfurverðlauna í Íslandsmótinu utanhúss í sama flokki. Hann hefur æft vel undanfarin ár og hefur sannarlega náð að uppskera eftir því þetta árið.
Hvatningarverðlaun HSÞ voru afhent í fyrsta sinn á þessu ársþingi en þau eru ætluð sem hvatning fyrir unga íþróttamenn. Tveir íþróttamenn fengu verðlaunin núna en það voru þau Stefán Bogi Aðalsteinsson UMF Eflingu og Thelma Dögg Tómasdóttir Hestamannafélaginu Grana
Eftirtaldir eru íþróttamenn ársins 2015 eftir greinum:
Bardagaíþróttamaður HSÞ 2015 – Marcin Florczyk
Bogfimimaður HSÞ 2015 – Jóhannes Friðrik Tómasson
Bocciamaður HSÞ 2015 – Lena Kristín Hermannsdóttir
Frjálsíþróttamaður HSÞ 2015 – Snæþór Aðalsteinsson
Hestamaður HSÞ 2015 – Iðunn Bjarnadóttir
Knattspyrnumaður HSÞ 2015 – Hafrún Olgeirsdóttir
Skákmaður HSÞ 2015 – Tómas Veigar Sigurðarson
Skotmaður HSÞ 2015 – Gylfi Sigurðsson
Sundmaður HSÞ 2015 – Sif Heiðarsdóttir
Aníta Karin Guttesen var endurkjörinn formaður HSÞ og nýtt fólk kom inn í stjórn og nefndir HSÞ.
Íþróttafólk HSÞ árið 2015. (smella á til að stækka). Ljósmynd Hermann Aðalsteinsson 641.is