15. júl
Arnþór Hermannsson í VölsungÍþróttir - - Lestrar 398
Arnþór Hermannsson er genginn í raðir Völsungs á nýjan leik og mun leika með liðinu út tímabilið.
Arnþór er Húsavíkingum vel kunnugur en hann er uppalinn Völsungur og hefur leikið 56 leiki fyrir félagið í mótum á vegum KSÍ og skorað í þeim 8 mörk.
Eftir síðasta tímabil söðlaði Arnþór um og gekk í raðir úrvalsdeildarliðs Þórs þar sem hann hefur komið við sögu í einum leik í sumar. Arnþór kemur til Völsungs á lánsamningi út tímabilið og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem er í vændum á seinni hluta tímabilsins.
Arnþór hefur fengið leikheimild með Völsungi og getur því tekið þátt í mikilvægum leik liðsins gegn Reyni Sandgerði á laugardaginn kemur. (volsungur.is)