Arnþór Hermannsson í ÞórÍþróttir - - Lestrar 473
Arnþór Hermannsson hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Þórs á Akureyri frá Völsungi.
Frá þessu er greint á Fótbolti.net í dag en þar segir:
Hinn tvítugi Arnþór æfði einnig með Fylki og ÍA fyrir áramót en hann hefur síðan æft með Þór undanfarnar vikur og í síðustu viku samd hann við félagið.
,,Hann er efnilegur strákur. Hann er gífurlega metnaðargjarn og á örugglega eftir að hjálpa okkur," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs við Fótbolta.net í dag.
Í sumar kom Arnþór við sögu í átta leikjum í fyrstu deildinni en hann hætti að leika með Völsungi í júlí þegar að faðir hans hætti sem formaður knattspyrnudeildar og þjálfaraskipti urðu hjá félaginu.
Samtals hefur Arnþór skorað átta mörk í 56 deildar og bikarleikjum með Völsungi á ferli sínum.