Ár hálfvitans gengur í garðAðsent efni - - Lestrar 493
Þó að kínverjar telji að árið 2009 sé ár nautsins þá bendir upphafið tilþess að nú hefjist ár hálfvitans. Allavega ætla Ljótu hálfvitarnir að byrjaárið með hálfvitatrukki og dýfu og halda tvenna tónleika norðanlands. 2.janúar verður þessi fjölmenna ruglsveit á Græna Hattinum á Akureyri ogkvöldið eftir munu hálfvitarnir telja í á heimaslóðum, í félagsheimilinuBreiðumýri í Reykjadal. Hvorirtveggju tónleikanna byrja kl. 21.30.
Hljómsveitin er þessa dagana að semja og æfa efni á næstu plötu sem stefnter að að komi út snemmsumars. Góður slatti af nýjum lögum verða áefnisskránni í bland við eldri uppáhaldslög hálfvitaaðdáenda. Yrkisefnin erumargvísleg. Málefni einstæðra feðra koma við sögu, hlutskipti íslenskasjómannsins verður greint, og ástin birtist í óteljandi myndum. Það sama máreyndar segja um áfengi. Í aukahlutverkum eru síðan guð, Sigga Beinteins,kjölsvín, andskotinn, Harry Klein og íslenski handrukkarinn, svo nokkrir séunefndir.