Annar sigurinn hjá strákunum í vikunni

Völsungar unnu tvo mikilvæga sigra í 2. deild karla í vikunni.

Annar sigurinn hjá strákunum í vikunni
Íþróttir - - Lestrar 110

Völsungar fagna fimmta og síðasta markinu.
Völsungar fagna fimmta og síðasta markinu.

Völsungar unnu tvo mikilvæga sigra í 2. deild karla í vikunni.

Um miðja vikuna sóttu þeir topplið KFA heim í Fjarðar-byggðarhöllina á Reyðarfirði og höfðu sigur 2-1.

Kifah Moussa Mourad kom Völsungu í 1-0 mjög snemma með laglegu marki eftir góðan sprett og Rafnar Máni Gunnarsson skoraði strax í upphafi seinni hálfleiks eftir hornspyrnu.  

Heimamenn klóruðu í bakkann á 75.mín og lágu mikið á Völsungu eftir það en náðu ekki að skora fleiri mörk.

Í dag fengu Völsungar svo Sindra frá Hornafirði í heimsókn á PCC völlinn.

Þetta var svokallaður sex stiga leikur í botnbaráttunni og gestirnir komust yfir snemma leiks en Arnar Pálmi Kristjánsson fyrirliði heimamanna jafnaði í lok fyrri hálfleiks.

Björgvin Máni Bjarna kom svo Völsungum yfir með marki beint úr aukaspyrnu og í kjölfarið skorað Sigurður Hrannar Þorsteinsson tvennu og Jakob Héðinn Róbertsson bætti við fimmta markinu í uppbótartíma.

Kvennalið Völsungs tapaði stórt á Skipaskaga í gær, skoruðu eitt mark gegn fimm mörkum ÍA. Emily Murphy skoraði mark Völsungs.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744