04. maí
Anna Halldóra skrifar undir tveggja ára samningÍþróttir - - Lestrar 412
Anna Halldóra Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Völsung og er hún því samningsbundin félaginu út árið 2016.
Anna er fædd árið 1994 en hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2010. Í heildina hefur hún leikið 75 KSÍ leiki og skorað í þeim 3 mörk.
Á heimasíðu Völsungs segir að það sé mikil ánægja með að Anna hafi skrifað undir áframhaldandi samning við félagið og ætli að taka slaginn með félaginu í sumar.