07. ágú
Andri Birgisson nýr deildarstjóri frístundar og félagsmiðstöðvar á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 205
Andri Birgisson hefur verið ráðinn í starf deildarstjóra frístundar Borgarhólsskóla og félagsmiðstöðvar á Húsavík.
Frá þessu segir á heimasíðu Norðurþings en Andri mun flytja aftur á æskuslóðir og hefja störf um miðjan ágúst.
Andri útskrifaðist með BS gráðu í ferðamálafræði og sagnfræði frá Háskóla Íslands.
Hann hefur víðtæka starfsreynslu og starfaði m.a. sem umsjónarmaður hjá frístundaheimilinu Frostaskjól í 6 ár.
Einnig hefur hann starfað hjá Húsavíkurstofu og komið að skipulagningu Mærudaga.