Ágúst heiđrađur fyrir vel unnin störf í ţágu Framsýnar

Á ađalfundi Framsýnar 3. maí 2024 var Ágúst S. Óskarsson sćmdur gullmerki félagsins.

Ađalsteinn Á. Baldursson og Ágúst S. Óskarsson.
Ađalsteinn Á. Baldursson og Ágúst S. Óskarsson.

Á ađalfundi Framsýnar 3. maí 2024 var Ágúst S. Óskarsson sćmdur gullmerki félagsins.

Samkvćmt lögum félagsins er heimilt ađ velja heiđursfélaga og/eđa sćma menn sérstaklega gullmerki félagsins fyrir störf í ţágu félagsins.

Frá ţessu segir á heimasíđu Framsýnar:

Fyrir tveimur árum síđan var byrjađ ađ veita sérstakt gullmerki fyrir vel unnin störf í ţágu félagsins, en nokkrir einstaklingar hafa í gegnum tíđina veriđ gerđir ađ sérstökum heiđursfélögum sem er ćđsta viđurkenning félagsins.  Ţeir síđustu voru Helgi Bjarnason, Kristján Ásgeirsson, Kristbjörg Sigurđardóttir, Ósk Helgadóttir og nú Ađalsteinn Árni Baldursson sem tók viđ ćđsta heiđursmerki félagsins á hátíđarhöldunum 1. maí sl. Ţau hafa öll gengt formennsku eđa varaformennsku í Verkalýđsfélagi Húsavíkur, síđar Framsýn stéttarfélagi.

Gullmerki Framsýnar er unniđ af Kristínu Petru Guđmundsdóttur gullsmiđ. Ţađ er gert eftir upprunalegu merki félagsins, sem hannađ var af grafískum hönnuđi, Bjarka Lúđvíkssyni, og tekiđ upp viđ sameiningu Verkalýđsfélags Húsavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélags Húsavíkur undir nafninu Framsýn stéttarfélag áriđ 2008. Áđur höfđu Verkalýđsfélag Raufarhafnar og Verkalýđsfélag Öxarfjarđar sameinast Verkalýđsfélagi Húsavíkur.

Í máli formanns Framsýnar, Ađalsteins Árna, kom fram ađ ţađ vćri ekkert launungarmál ađ árangur félagsins og vinsćldir vćru ekki síst fólkinu ađ ţakka sem myndađi félagiđ á hverjum tíma. Ţátttaka launafólks í stéttarfélögum vćri forsendan fyrir ţví ađ ţau nćđu ađ sinna sínu mikilvćga hlutverki á hverjum tíma, félagsmönnum til hagsbóta. Ţađ gerđist ekki ađ sjálfu sér.

Ţađ vćri hins vegar ekki sjálfgefiđ ađ fólk fengist til ađ sinna trúnađarstörfum innan hreyfingarinnar, allra síst nú á dögum ţegar ţátttaka fólks í félagsstörfum almennt virtist fara ţverrandi. Ţađ vćri einkar ánćgjulegt fyrir félagiđ ađ geta gefiđ til baka og sýnt ţví góđa fólki sem starfađ hefur lengi af óeigingirni og trúmennsku örlítinn ţakklćtisvott fyrir hiđ mikla starf sem ţau hafa innt af hendi í ţágu félagsmanna.

Á komandi árum munum viđ án efa veita fleiri slíkar viđurkenningar fólki sem starfađ hefur af heilindum fyrir félagiđ okkar til lengri tíma um leiđ og Ađalsteinn Árni kallađi Ágúst S. Óskarsson upp til ađ taka viđ gullmerki félagsins en hann hefur um áratugaskeiđ starfađ fyrir félagiđ og sinnt ýmsum trúnađarstörfum af mikilli trúmennsku. Ágúst bćtist nú í hóp ţeirra Jakobs G. Hjaltalín, Jónínu Hermanns og Dómhildar Antons sem áđur hafa fengiđ ţessa viđurkenningu frá Framsýn fyrir vel unnin störf í ţágu félagsins.

Ágúst Sigurđur Óskarsson:

Ágúst hefur ađ baki langan og farsćlan feril sem starfsmađur stéttarfélaganna. Hann hóf störf hjá stéttarfélögunum áriđ 1988. Hann tók smá hliđarskref áriđ 2005 ţegar hann fćrđi sig um set og réđ sig til starfa hjá Félagsţjónustu Norđurţings. Ţar starfađi hann sem ráđgjafi og stađgengill félagsmálastjóra til ársins 2010 ţegar honum bauđst ađ taka viđ starfi ráđgjafa á vegum Virk starfsendurhćfingarsjóđs sem Framsýn hefur hýst allt frá stofnun sjóđsins 2008 ţar til 1. maí 2024 ţegar Virk og Framsýn gerđu međ sér samkomulag um ađ starfsmađurinn fćrđist alfariđ yfir til Virk vegna skipulagsbreytinga hjá sjóđnum. Ágúst féll ţví af launaskrá hjá Framsýn um síđustu mánađamót. Ágúst hefur alla tíđ veriđ mjög virkur í starfi. Ţegar hann réđ sig til starfa hjá stéttarfélögunum fyrir rúmlega ţremur áratugum síđan, hefur hann gengt ýmsum störfum í gegnum tíđina s.s. séđ um ađ fćra bókhald, ţjónađ atvinnuleitendum og almennum félagsmönnum auk ţess ađ starfa fyrir Lífeyrissjóđinn Björg sem var í fyrstu í samstarfi viđ stéttarfélögin um skrifstofuhald áđur en hann var sameinađur Lífeyrissjóđi Norđurlands og starfsemin fluttist til Akureyrar í kjölfariđ. Ţađ verđur ekki annađ sagt um Ágúst en ađ hann hafi veriđ traustur og metnađarfullur starfsmađur ţau fjölmörgu ár sem hann hefur starfađ á Skrifstofu stéttarfélaganna viđ almenn störf, síđar Virk starfsendurhćfingarsjóđ. Ţá má ekki gleyma ţví ađ Ágúst var formađur Verslunarmannafélags Húsavíkur um árabil. Fyrir ţađ viljum viđ ţakka međ ţví ađ veita honum gullmerki félagsins.  Ágúst hafđu kćrar ţakkir fyrir framlag ţitt til félagsmanna stéttarfélaganna í Ţingeyjarsýslum.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744