Afhentu Völsungi eina milljón krónaÍþróttir - - Lestrar 634
Fyrstu knattspyrnuleikir sumars-ins á grasvellinum fóru fram sl. laugardag.
Strákarnir léku gegn Sindra frá Hornafirði í 2. deildinni og náðu að landa sigri í miklum baráttu-leik.
Arnar Skarphéðinsson skoraði eina mark leiksins fyrir Völsung í fyrri hálfleik. Hans fyrsta mark fyrir meistaraflokk eftir því sem 640.is kemst næst. Amk. á Íslandsmóti.
Arnar Skarphéðinsson skoraði mark Völsunga.
Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir sækir að markverði Fram.
Stelpurnar tóku síðan á móti Fram í B-riðli 1. deildar og leiddu gestirnir með einu marki í hálfleik. Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði heimamanna jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. En lengar komust þær grænu ekki og Framstelpurnar bættu við fjórum mörkum áður en yfir lauk.
Í leikhléi hjá Völsungi og Sindra afhenti Sveinn Freysson, fh. fjáröflunar-nefndar þeirrar sem hann skipar ásamt Ingólfi bróður sínum, Pétri Helga Péturssyni og Garðari Jónassyni, Völsungi gjafabréf upp á eina miiljón króna.
Þetta var afrakstur Herra- og Völsungskvölda vetrarins sem þeir félagar stóðu að og tók Þóra Kristín Jónasdóttir gjaldkeri félagsins við gjöfinni.