Afhentu afrakstur sumarsins til Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga.

Systurnar Helga Guðrún og Kristín Helgadætur afhentu í dag Krabbameinsfélagi Suður-Þingeyinga 1500.000 krónur að gjöf.

Kristín, Helga Guðrún, Jóhanna og Aðalbjörg.
Kristín, Helga Guðrún, Jóhanna og Aðalbjörg.

Systurnar Helga Guðrún og Kristín Helgadætur afhentu í dag Krabbameinsfélagi Suður-Þingeyinga 1500.000 krónur að gjöf.

Peningurinn er afrakstur nytjamarkaðar sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.

Jón Árni Sigfússon úr Mývatnsveit gaf einnig 100.000 krónur til styrktar málefninu en það er ósk þeirra að peningagjöf þessi verði nýtt til stuðnings við börn og ungmenni þeirra sem hafa greinst eða látist úr krabbameini.

Helga Guðrún og Kristín vilja koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem gáfu muni og hluti á markaðinn og öllum þeim sem komu og settu pening í söfnunarbaukinn.
 
Þær systur afhentu gjöfina á kaffihúsinu Hérna og tóku Jóhanna Björnsdóttir og Aðalbjörg Sigurðardóttir við gjöfinni fyrir hönd Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga.

  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744