Afhenti Myndlistarsafni Þingeyinga tvö málverk eftir Jón Engilberts

Formleg afhending tveggja málverka eftir Jón Engilberts, úr myndasafni Íslandsbanka, fór fram í Safnahúsinu í gær og eru verkin nú í eigu Myndlistarsafns

Margrét Hólm og Sigríður með málverkin á milli sín
Margrét Hólm og Sigríður með málverkin á milli sín

Formleg afhending tveggja málverka eftir Jón Engilberts, úr myndasafni Íslands-banka, fór fram í Safnahúsinu í gær og eru verkin nú í eigu Myndlistarsafns Þingeyinga.

Á myndinni má sjá Margréti Hólm Valsdóttur útibússtjóra Íslandsbanka á Húsavík og Sigríði Örvarsdóttur forstöðu-mann Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og safnstjóra Myndlistarsafns Þingeyinga með verkin tvö á milli sín.
 
Að þessu tilefni verður annað verkanna til sýnis í Sjóminja-safninu á Húsavík og frítt verður inn fyrir gesti og gangandi á Sjómannadaginn, sunnudaginn 12. júní nk.
 
Aðsend ljósmynd
 
Margrét Hólm og Sigríður með málverkin tvö á milli sín.
Ljósmynd aðsend.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744