Æfingabúðir á Laugum

Frjálsíþróttaráð HSÞ stóð fyrir sólarhringsæfingabúðum á Laugum 30.-31. okt síðastliðinn.

Æfingabúðir á Laugum
Íþróttir - - Lestrar 267

Frá æfingunni á Laugum.
Frá æfingunni á Laugum.

Frjálsíþróttaráð HSÞ stóð fyrir sólarhringsæfingabúðum á Laugum 30.-31. okt síðastliðinn.

13 krakkar af svæðinu mættu til leiks og var þetta mjög skemmtilegur tími, bæði í æfingum og utan. Brói var með útiæfingu niður á velli klukkan 5 og að henni lokinni skelltu allir sér í sund.

 

Eftir æfingu og sund var hungrið farið að hrjá mannskapinn og þá ekki slæmt að gæða sér á pizzu frá Dalakofanum. Eftir pizzuát var farið í hópeflisleiki fram að svefntíma og ekki hægt að segja annað en að þau hafi staðið sig mjög vel í þeim málum og skemmt sér frábærlega.

Klukkan 10 á laugardagsmorgunin var svo æfing númer 2 og hún var einnig úti. Frekar svalt var úti og hélaður völlurinn en þau létu það ekki á sig fá og áttu góða æfingu. Útiæfingarnar snérust mikið um hlaup og drillur. Kærkomin hvíld og hádegismatur var á milli æfinga en seinni æfingin var inni í íþróttahúsi klukkan 2. Þar sagðist Brói ætla að pína þau og lét þau í alls konar þrekæfingar.

Að lokinni æfingu var farið í sund áður en haldið var heim. HSÞ


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744