Á sjöunda tug tóku þátt í Kvennahlaupinu á Húsavík

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og sjöunda sinn í gær.

Hitað upp fyrir hlaupið.
Hitað upp fyrir hlaupið.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og sjöunda sinn í gær.

Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 12.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum hérlendis og erlendis.

Hér á Húsavík tóku 60-70 ömmur, mömmur, dætur og vinkonur sig til og hreyfðu sig og skemmtu sér saman. Hægviðri var en þokuloft.

Fyr­ir hlaupið stjórnaði Hrefna Regína Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari léttri upp­hit­un við sund­laug­ina þaðan sem hlaupið var, en boðið var upp á bæði 2,5 km og 5 km hlaupaleiðir. 

Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið ætlað konum eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið og í ár hlupu tveir feður með dætrum sínum hér á Húsavík.

Hér koma nokkrar myndir úr hlaupinu og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

Sjóvákvennahlaup ÍSÍ

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744