Á móti straumnum: Róiđ í kringum Ísland 2019Fréttatilkynning - - Lestrar 300
Veiga Grétarsdóttir kajakrćđari kemur til Húsavíkur föstudaginn 2. ágúst og verđur međ fyrirlestur í Hvalasafninu um á kvöldiđ kl 20:00.
Ókeypis er inn á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir.
Í fréttatilkynning frá Píeta samtökunum segir ađ Veiga hafi í sumar róiđ hringinn í kringum Ísland á sjókajak, en róđurinn hófst á Ísafirđi ţann 14. maí síđastliđinn. Hún rćr rangsćlis í kringum landiđ, gegn straumnum sem liggur viđ landiđ, en verkefniđ nefnist einmitt „Á móti straumnum“ sem er einnig táknrćnt fyrir Veigu ţar sem hún hefur sjálf siglt gegn straumnum alla ćvi. Ţetta er í fyrsta sinn sem lagt er í slíkan leiđangur, en enginn hefur róiđ rangsćlis um landiđ áđur svo vitađ sé.
Veiga fćddist í líkama karlmanns og gekk í gegnum kynleiđréttingarferli sem hófst fyrir rúmum 5 árum. Hún glímdi viđ mikla vanlíđan og sjálfsvígshugsanir fyrir og á međan ferlinu stóđ en stendur uppi í dag hamingjusamari en nokkru sinni áđur.
Í fyrirlestrinum segir Veiga frá lífi sínu sem kona í líkama karlmanns, kynleiđréttingarferlinu, baráttunni viđ sjálfsvígshugsanir, vanlíđan og hvernig lífiđ hennar breyttist eftir ađ hún lauk ferlinu.
Veiga er nú komin á Norđurland eftir ađ hafa róiđ í 10 vikur og mun hún halda fyrirlestra á Húsavík og á Siglufirđi áđur en hún heldur för sinni áfram til Ísafjarđar ţar sem hún áćtlar ađ hún muni ljúka hringnum um miđjan ágúst.
Međ ţessu verkefni er Veiga ađ safna áheitum fyrir Píeta samtökin sem sinna fólki sem glíma viđ sjálfsvígshugsanir, sjálfsskađa og ađstandendur.
Viđ hvetjum alla áhugasama til ađ mćta og hlusta á ţessu mögnuđu konu.
Hćgt er ađ fylgjast međ Veigu á www.veiga.is
Nánar um Píeta samtökin á www.pieta.is