21 nemandi útsrifaðist frá FSH í vor

Þann 20. maí síðastliðinn voru 21 nemendur útskrifaðir frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju.

21 nemandi útsrifaðist frá FSH í vor
Almennt - - Lestrar 180

Valgerður skólameistari flytur hátíðarræðu.
Valgerður skólameistari flytur hátíðarræðu.

Þann 20. maí síðastliðinn voru 21 nemendur útskrifaðir frá Fram-haldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkur-kirkju.

Háttíðarræður fluttu Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari, Halldór Jón Gíslason aðstoðar-skólameistari, Elín Pálmadóttir fyrir hönd 25 ára stúdenta, Brynja Björk Höskuldsdóttir og Agnes Björk Ágústsdóttir fyrir hönd nýstúdenta.

Ljósmynd Hafþór-640.is

Tónlistaratriði voru flutt af Friðriku Bóel Ödudóttir nýstúdent og Bóasi Gunnarssyni.

Að þessu sinni útskrifuðust 10 heilsunuddarar, 1 af starfsbraut og 10 stúdentar.

Mikill fjöldi fyrirtækja og samtaka komu að því að veita nemendum gjafir fyrir góðan námsárangur og félagsstörf í þágu skólans þetta árið og sýna þannig stofnuninni og nemendum mikla velvild.

Ljósmynd 640.is

Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari flytur hátíðarræðu sína.

Ljósmynd Hafþór-640.is

Júlía Rós Szczodrowska Róbertsdóttir útskrifaðist með hæstu meðaleink-unn á stúdentsprófi að þessu sinni.

Ljósmynd Hafþór-640.is

Brynja Björk Höskuldsdóttir og Agnes Björk Ágústsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd nýstúdenta.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744