21 nemandi útsrifaðist frá FSH í vorAlmennt - - Lestrar 175
Þann 20. maí síðastliðinn voru 21 nemendur útskrifaðir frá Fram-haldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkur-kirkju.
Háttíðarræður fluttu Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari, Halldór Jón Gíslason aðstoðar-skólameistari, Elín Pálmadóttir fyrir hönd 25 ára stúdenta, Brynja Björk Höskuldsdóttir og Agnes Björk Ágústsdóttir fyrir hönd nýstúdenta.
Tónlistaratriði voru flutt af Friðriku Bóel Ödudóttir nýstúdent og Bóasi Gunnarssyni.
Að þessu sinni útskrifuðust 10 heilsunuddarar, 1 af starfsbraut og 10 stúdentar.
Mikill fjöldi fyrirtækja og samtaka komu að því að veita nemendum gjafir fyrir góðan námsárangur og félagsstörf í þágu skólans þetta árið og sýna þannig stofnuninni og nemendum mikla velvild.
Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari flytur hátíðarræðu sína.
Júlía Rós Szczodrowska Róbertsdóttir útskrifaðist með hæstu meðaleink-unn á stúdentsprófi að þessu sinni.
Brynja Björk Höskuldsdóttir og Agnes Björk Ágústsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd nýstúdenta.