10. ágú
12. Jökulsárhlaupið tókst velÍþróttir - - Lestrar 430
Jökulsárhlaupið var haldið í 12. sinn sl. laugardag og tóku 219 hlauparar þátt og 50 sjálfboða-liðar unnu við hlaupið.
Í Jökulsárhlaupinu er hægt að velja um þrjár vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss, millivegalengdin leggur af stað frá Hólmatungum og styðsti leggurinn byrjar við Hljóðakletta. Öll hlaupin enda í Ásbyrgi.
Á heimasíðu hlaupsins segir að hlaupaaðstæður hafi verið þokkalegar mestan hluta leiðarinnar en líkt og í fyrra þá var talsverð bleyta og drulla á göngustígum yfir klappirnar og meðfram Ásbyrgi sem gerði mörgum hlaupurum erfitt fyrir. en allir komust þeir þó í mark.