Mjög góð þátttaka á 1. maí hátíðarhöldunum á Húsavík.Almennt - - Lestrar 374
Hátt í sex hundruð manns mættu á hátíðardagskrá stéttar-félaganna í Þingeyjarsýslu sem haldin var í Íþróttahöllinni í tilefni 1. maí, alþjóðlegs baráttudags verkafólks.
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnarflutti ávarp dagsins og Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti kröftuga hátíðarræðu.
Skemmtiatriði sem boðið var upp voru mjög áhugaverð en þar fór Ari Eldjárn skemmtikraftur á kostum.
Einnig voru söngatriði þar sem Söngfélagið Sálubót, Hjalta Jóns, Lára Sóley, Guðrún Gunnars og Sigga Beinteins komu fram en þær tvær síðastnefndu sungu lög úr sýningunni um Ellý Vilhjálms sem notið hefur mikilla vinsælda.
Þá spilaði Steini Hall spilaði alþjóðasöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar.
Hér að neðan eru myndir frá samkomunni og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.