„það má aldrei henda neinu, því þá þarf að leita að því daginn eftir“Aðsent efni - - Lestrar 202
Samgönguminjasafnið Ystafelli fagnar 10 ára afmæli í sumar!
Af því tilefni verðum við með opið hús laugardaginn 10. júlí milli kl. 14:00 og 17:00
Boðið uppá kaffi og léttar veitingar.
Saga safnsins verður kynnt en safninu hafa einnig borist nýir bílar til varðveislu og sýningar.
Má þar m.a. nefna Ford Zephyr Zodiac árgerð 1955 sem Sigurður Pétur Björnsson (Silli), bankastjóri á Húsavík átti en Silli
gaf Þjóðminjasafninu bílinn árið 1991 og nú er Fordinn kominn í varðveislu og til sýningar að Ystafelli.
Einnig höfum við til sýningar Dixie Flyer árgerð 1919. Dixie Flyer bílarnir voru aðeins framleiddir á árunum 1916 til 1923 og eru afar fá eintök til í heiminum í dag.
Sett hefur verið upp bílaverkstæði frá árinu 1940.
Félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar verða á svæðinu með bíla sína.
Verið velkomin.
Samgönguminjasafnið Ystafelli
Sverrir og Guðrún Petrea