Göngin malbikuð með norsku steinefni

Norska efnisflutningaskipið Nordfjörd hefur komið tvívegis til Húsavíkur að undanförnu.

Göngin malbikuð með norsku steinefni
Almennt - - Lestrar 683

Norska efnisflutningaskipið Nordfjörd hefur komið tvívegis til Húsavíkur að undanförnu.

Skipið hefur verið með farma sem innihalda steinefni sem notað verður við malbikun iðnaðar-vegarins í Húsavíkurhöfða-göngum. 

Skipið kom í fyrra skiptið fyrir rúmri viku og síðan aftur í gær en það lagðist að Bökugarði í bæði skiptin.

Stór grafa sem er á skipinu var notuð til að moka efninu á bílana en í fyrria skiptið var farminum ekið á uppfylllinguna sunnan syðri gangamunnans. 

Steinsteypir sá um að taka á móti þessum förmum og á Fésbókarsíðu fyrirtækisins segir að þeir hafi fengið góða aðstoð frá öðrum verktökum á svæðinu. Seinni farmurinn var 6000 tonn og þegar mest var voru tólf bílar í notkun. Verkið tók um tólf tíma sem gera um 500 tonn á klukkustund, eða ríflega 8 tonn á mínútu.

Efninu var öllu komið fyrir á athafnasvæði Steinsteypis í Haukamýri þar sem Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. mun reisa malbikunarstöð á næstu dögum.

Í frétt Morgunblaðsins um komu skipsins í síðustu viku kom m.a fram að á Húsavíkursvæðinu væri lítið um steinefni sem hentar í efsta lag malbiks, slitlagið. Því hafi verið ákveðið að flytja inn frá Noregi efni sem henti sérstaklega vel í malbik. Það sé valið vegna styrkleika og litar. Áhugi sé á því að hafa ljósara steinefni í göngunum til að lýsa malbikið aðeins upp. Þá sé valið efni af mjög miklum styrkleika.

Nordfjörd við Bökugarðinn

Norfjörd við Bökugarðinn og uppskipun á fullu.

Norfjörd við Bökugarðinn

6000 tonnum af norskri möl var ekið frá skipshlið við Bökugarðinn suður á athafnasvæði Steinsteypis sem sést efst á myndinni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744