Besta rekst­arniðurstaða í sögu Norðurþings

Sveit­ar­fé­lagið Norðurþing skilaði 309 millj­óna króna hagnaði á síðasta rekstr­ar­ári og er það besta rekstr­arniðurstaða í sögu sveit­ar­fé­lags­ins.

Besta rekst­arniðurstaða í sögu Norðurþings
Almennt - - Lestrar 237

Sveit­ar­fé­lagið Norðurþing skilaði 309 millj­óna króna hagnaði á síðasta rekstr­arári og er það besta rekstr­arniðurstaða í sögu sveit­ar­fé­lags­ins. 

Það er nú komið und­ir 150% skuldaviðmið eft­ir­lits­nefnd­ar sveit­ar­fé­lag­anna en heild­ar­skuld­ir nema nú 136% af tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins.

„Þetta er besta rekstr­arniðurstaða í sögu sveit­ar­fé­lags­ins sem er mikið gleðiefni. Það hef­ur orðið mik­ill viðsnún­ing­ur á síðustu árum og það er bjart framund­an,“ er haft eft­ir Kristjáni Þór Magnús­syni, sveit­ar­stjóra Norðurþings í frétta­til­kynn­ingu. „Hér hef­ur verið gríðarleg­ur vöxt­ur. Upp­bygg­ing á Bakka er nú að skila sér í fjölg­un íbúa og íbúa­fjöldi nálg­ast óðum þrjú þúsund. Áætlað er að það þurfi reisa 80-100 íbúðir á svæðinu á næstu miss­er­um.“

Rekstr­arniðurstaða A-hluta sjóðs Norðurþings var já­kvæð um tæp­ar 100 millj­ón­ir króna. Tekj­ur A-hluta námu rúm­um 2,9 millj­örðum króna sem er 403 millj­óna króna hækk­un frá fyrra ári, og skýrist að mestu af hækk­un skatt­tekna um tæp 18%. Rekst­arniðurstaða A-hluta án fjár­muna­tekna og fjár­magns­gjalda var því já­kvæð um tæp­ar 133 millj­ón­ir króna. Í fyrra nam tapið 116 millj­ón­um króna. 

Heild­ar­tekj­ur A og B hluta Norðurþings námu tæp­um 4 millj­örðum að teknu til­liti til útjöfn­un­ar viðskipta og viðskipta­stöðu milli sveit­ar­sjóðs og B-hluta fyr­ir­tækja. Rekstr­ar­kostnaður nam tæp­um 3,7 millj­örðum og er rekstr­arniðurstaða því já­kvæð um tæp­ar 309 millj­ón­ir króna sem er viðsnún­ing­ur upp á um ríf­lega 370 millj­ón­ir króna frá upp­gjöri 2015. 

Fjár­magn­s­tekj­ur um­fram gjöld námu tæp­um 6 millj­örðum og er rekstr­arniðurstaða A+B hluta fyr­ir skatta já­kvæð um tæp­ar 315 millj­ón­ir. Fjár­magns­gjöld lækka um­tals­vert á milli ára eða um 100 millj­ón­ir króna. (mbl.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744