Besta rekst­arniđurstađa í sögu Norđurţings

Sveit­ar­fé­lagiđ Norđurţing skilađi 309 millj­óna króna hagnađi á síđasta rekstr­ar­ári og er ţađ besta rekstr­arniđurstađa í sögu sveit­ar­fé­lags­ins.

Besta rekst­arniđurstađa í sögu Norđurţings
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 178 - Athugasemdir (0)

Sveit­ar­fé­lagiđ Norđurţing skilađi 309 millj­óna króna hagnađi á síđasta rekstr­arári og er ţađ besta rekstr­arniđurstađa í sögu sveit­ar­fé­lags­ins. 

Ţađ er nú komiđ und­ir 150% skuldaviđmiđ eft­ir­lits­nefnd­ar sveit­ar­fé­lag­anna en heild­ar­skuld­ir nema nú 136% af tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins.

„Ţetta er besta rekstr­arniđurstađa í sögu sveit­ar­fé­lags­ins sem er mikiđ gleđiefni. Ţađ hef­ur orđiđ mik­ill viđsnún­ing­ur á síđustu árum og ţađ er bjart framund­an,“ er haft eft­ir Kristjáni Ţór Magnús­syni, sveit­ar­stjóra Norđurţings í frétta­til­kynn­ingu. „Hér hef­ur veriđ gríđarleg­ur vöxt­ur. Upp­bygg­ing á Bakka er nú ađ skila sér í fjölg­un íbúa og íbúa­fjöldi nálg­ast óđum ţrjú ţúsund. Áćtlađ er ađ ţađ ţurfi reisa 80-100 íbúđir á svćđinu á nćstu miss­er­um.“

Rekstr­arniđurstađa A-hluta sjóđs Norđurţings var já­kvćđ um tćp­ar 100 millj­ón­ir króna. Tekj­ur A-hluta námu rúm­um 2,9 millj­örđum króna sem er 403 millj­óna króna hćkk­un frá fyrra ári, og skýrist ađ mestu af hćkk­un skatt­tekna um tćp 18%. Rekst­arniđurstađa A-hluta án fjár­muna­tekna og fjár­magns­gjalda var ţví já­kvćđ um tćp­ar 133 millj­ón­ir króna. Í fyrra nam tapiđ 116 millj­ón­um króna. 

Heild­ar­tekj­ur A og B hluta Norđurţings námu tćp­um 4 millj­örđum ađ teknu til­liti til útjöfn­un­ar viđskipta og viđskipta­stöđu milli sveit­ar­sjóđs og B-hluta fyr­ir­tćkja. Rekstr­ar­kostnađur nam tćp­um 3,7 millj­örđum og er rekstr­arniđurstađa ţví já­kvćđ um tćp­ar 309 millj­ón­ir króna sem er viđsnún­ing­ur upp á um ríf­lega 370 millj­ón­ir króna frá upp­gjöri 2015. 

Fjár­magn­s­tekj­ur um­fram gjöld námu tćp­um 6 millj­örđum og er rekstr­arniđurstađa A+B hluta fyr­ir skatta já­kvćđ um tćp­ar 315 millj­ón­ir. Fjár­magns­gjöld lćkka um­tals­vert á milli ára eđa um 100 millj­ón­ir króna. (mbl.is)


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744