Dragan: Mjg spennandi fyrir okkur a f essa leiki

,,a var gott skipulag okkur, mr fannst etta fyrsta skipti vetur ar sem strkarnir taka allt sem rtt er fyrir leik og framkvma a inn

Dragan: Mjg spennandi fyrir okkur a f essa leiki
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 744 - Athugasemdir ()

,,Það var gott skipulag á okkur, mér fannst þetta í fyrsta skiptið í vetur þar sem strákarnir taka allt sem rætt er fyrir leik og framkvæma það inn á vellinum. Mikill agi hjá okkur og það var bara ekkert mál að leysa það sem kom upp,” hafði Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, að segja um leikinn gegn Fram í gær.

,,Mjög gaman og sterkt fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu móti í A-deild. Strákarnir hafa meira að læra og ég held að þetta sé mjög gott fyrir okkar lið að fá þessa leiki. Þegar fyrstu deildarlið mæta úrvalsdeildarliði þá held ég að menn gefi kannski aðeins meira og eru meira tilbúnir. Þeir stilltu upp sterku liði og ég held þeir hafi ekki vanmetið okkur. Leikurinn minnti á marga leiki síðasta sumar hjá okkur þar sem við vorum agaðir,” bætti þjálfarinn við.

 draggi1

,,Við gáfum ekki mörg opin færi á okkur og þetta var bara mjög flott, við höfum tapað leikjunum á undan frekar illa og þetta voru því flott úrslit í dag en nú megum við ekki sofna á verðinum. Við unnum fyrir þessu í dag og þurfum að halda því áfram en ekki svæfa okkur með einni frammistöðu því við unnum mjög mikið fyrir okkar stigi í þessum leik,” sagði Dragan sem vill sömu baráttu í komandi leikjum í undirbúningi liðsins.

fram

,,Það er mikið sem við getum bætt í okkar leik fyrir Íslandsmót. Að halda boltanum betur innan liðsins og reyna að spila boltanum frá öftustu línu. Við erum komnir í erfiðari deild og við viljum spila góðan fótbolta,” segir Dragan.

Guðmundur Óli og Petér Odrobéna eru nýjir leikmenn, hvernig finnst þér þeir koma inn í liðið?

,,Það er mikill liðsstyrkur fyrir okkur að fá Guðmund Óla og Odrobéna, þeir eru báðir mjög góðir leikmenn. Í leiknum stóðu allir sig mjög vel en Guðmundur fannst mér frábær. Ég fagnaði mikið komu hans til Völsungs en ég hef fylgst með honum undanfarin ár hjá KA og það er mikil gleði fyrir okkur að fá hann til liðsins,” sagði Dragan en Guðmundur gekk til liðs við Völsung í janúar eins og áður hefur komið fram.

 odro-gumms

,,Dejan og Marko koma bráðum og ég held að við munum þurfa að bæta við okkur 1-2 leikmönnum til viðbótar til þess að mæta klárir í þetta mót. Sveinbjörn er mjög góður leikmaður sem gerir mikið fyrir liðið, hann er traustur og það er frábært að hafa hann í liðinu, það er alveg 100% að við viljum halda honum og fá hann í sumar,” bætti Dragan við um þá leikmenn sem enn eru ekki komnir.

 draggisms

Mikið að læra
,,Ég vonast til þess að við getum farið að byrja að nota nýja völlinn fljótlega, jafnvel í byrjun mars. Við erum ekki að æfa á stóru plássi og það eru margir hlutir sem okkur vantar að fara í sem væri betra á stærra plássi. Vonandi getum við þó byrjað á því bráðum."

,,Mér finnst ekki mikill munur á Pepsideild og 1.deild. Helst er það að litlu hlutirnir eru oftar gerðir og betur nýttir hjá úrvalsdeildarliðunum. Menn eru aðeins klókari, taka allar spyrnur hratt og vita hvenær á að brjóta og ekki. Þessi professional brot þegar stöðva á sóknir. Það held ég að við getum lært af þessum liðum. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur að fá að mæta þessum liðum og það er mjög spennandi fyrir okkur að fá þessa leiki, síðast var Völsungur í þessu móti árið 2005,” bætti Dragan við en gaman verður að fylgjast með liðinu í komandi leikjum.

 drag3

,,Ég veit að strákarnir eru mjög spenntir fyrir sumrinu og ég vona að bæjarbúar séu það líka og séu tilbúnir í það að mæta á völlinn í sumar og styðja Völsung, styðja okkur í því sem er að gera því án stuðnings úr brekkunni verður þetta erfiðara,” sagði Dragan að lokum.

Tengdar greinar:
Guðmundur Óli: Allt liðið að spila vel

Hrannar Björn: Getum vonandi byggt ofan á það sem við gerðum hér í dag
Baráttustig í fyrsta leik Lengjubikarsins

Dragan í viðtali við fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Fram (Myndband)

Myndasyrpa: FRAM 1-1 Völsungur


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr