Hrannar Bjrn: Getum vonandi byggt ofan a sem vi gerum hr dag

,,Mjg g rslit. g er mjg sttur me rslitin og frammistu okkar hr dag, etta var okkar langbesti leikur etta undirbningstmabili. Vi vorum

Hrannar Bjrn: Getum vonandi byggt ofan a sem vi gerum hr dag
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 737 - Athugasemdir ()

,,Mjög góð úrslit. Ég er mjög sáttur með úrslitin og frammistöðu okkar hér í dag, þetta var okkar langbesti leikur þetta undirbúningstímabilið. Við vorum kannski orðnir fullþreyttir undir lokin en það er bara eðlilegt,” sagði Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson, fyrirliði Völsungs, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fram í dag.

 hbs2

,,Sóknarleikur okkar virkaði mjög vel, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum þrjú mjög góð færi og það hefði verið sætt ef við hefðum stolið þessu í lokin þegar Arnþór skýtur rétt framhjá, Við vorum kannski pínu stressaðir og losuðum okkur of snemma við boltann en það er ekkert sem kom niður á okkur,” sagði fyrirliðinn.

hbs3

,,Ég held að það haldi okkur meira á tánum að spila í A-deild Lengjubikarsins á móti sterkari liðum en undanfarin ár, með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þetta er meiri áskorun og skemmtilegri leikir að spila. Gaman að koma suður og spila fyrir framan fleira fólk og svona,” voru orð Hrannars en liðið er í riðli með Val, Breiðablik, ÍA og fleirum eftir mörg norðurlandsæfingarmót undanfarin ár.

hbs1 

,,Undanfarið hefur okkur ekki gengið vel en það er mikil framför á liðinu í dag og frá síðustu helgi. Við tökum bara einn leik í einu og með bættu formi getum við vonandi byggt ofan á það sem við gerðum hér í dag,” sagði Hrannar Björn að lokum

bb

Tengdar greinar:
Guðmundur Óli: Allt liðið að spila vel

Baráttustig í fyrsta leik Lengjubikarsins

Dragan í viðtali við fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Fram (Myndband)

Myndasyrpa: FRAM 1-1 Völsungur


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr