Lengjubikarinn: Dragan í viđtali viđ fótbolta.net eftir jafntefliđ gegn Fram (Myndband)

Völsungur stóđ sig vel gegn Fram í Lengjubikarnum í dag og gerđi jafntefli 1-1. Dragan Stojanovic, ţjálfari Völsungs, var sáttur međ leikinn en

Dragan var sáttur međ stigiđ
Dragan var sáttur međ stigiđ

Völsungur stóð sig vel gegn Fram í Lengjubikarnum í dag og gerði jafntefli 1-1 en mark Völsungs skoraði Guðmundur Óli Bergmann Steingrímsson. Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, var sáttur með leikinn en fótbolti.net talaði við Dragan eftir leik.

„Ég er mjög sáttur. Miðað við leikina sem við höfum spilað fyrir norðan var þetta gott hjá okkur. Fram er frábært lið með frábæran þjálfara og er með mikinn hraða fram á við," sagði Dragan.

Varðandi leikmannahópinn segir hann að liðið gæti bætt við sig sóknarmanni.

„Dejan og Marko eru að koma aftur og Dejan kemur núna á fimmtudaginn næsta. Kannski fáum við framherja inn í hópinn. Margir ungir og sprækir strákar hafa fengið að spila og það getur vonandi nýst næsta sumar. Það er febrúar og nægur tími til að bæta margt, þar á meðal spil og form."

Hér má sjá myndbandsviðtal við þjálfarann:
Dragan Stojanovic: Nægur tími til að bæta spil og form

draggi


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ