Baráttustig í fyrsta leik Lengjubikarsins

Völsungur hóf leik í Lengjubikar karla, A deild, fyrr í dag er liđiđ mćtti Fram í Egilshöll.

Baráttustig í fyrsta leik Lengjubikarsins
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 714 - Athugasemdir ()

Guđmundur Óli skorađi mark Völsunga.
Guđmundur Óli skorađi mark Völsunga.

Völsungur hóf leik í Lengjubikar karla, A deild, fyrr í dag er liðið mætti Fram í Egilshöll.

Menn tóku daginn snemma og brunuðu suður á bóginn með fallegu stoppi á flestum stoppistöðum svo liðka mætti liði og allt.

Kjartan Páll Þórarinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í meira en eitt og hálft ár eftir meiðsli en hann stóð á milli stanganna.

Annars var byrjunarliðið svohljóðandi:
Kjartan Páll, Sveinbjörn Már, Gunni Siggi, Peter Odrobéna, Sigvaldi Þór, Guðmundur Óli, Pétur Ásbjörn, Arnþór, Sindri, Hrannar Björn fyrirliði og Ásgeir.

Á bekknum sátu; Bergur Jónmundsson, Bergþór Atli Örvarsson, Bjarki Freyr Lúðvíksson, Benedikt Þór Jóhannsson, Halldór Kárason og Gauti Freyr Guðbjartsson.

Fram1

Leikurinn fór vel af stað hjá Völsungum og á fyrstu fimm mínútunum áttu við tvær ágætis tilraunir. Fyrst Ásgeir en skot hans fór í varnarmann og speglaðist rétt framhjá markinu og svo Guðmundur Óli en fast langskot hans var vel varið.

Framarar skoruðu rangstöðumark í sinni bestu sókn í fyrri hálfleik en long sending barst þá inn fyrir vörnina þar sem að Haukur Baldvinsson hamraði boltann á lofti í slá og inn. Sem betur fer fyrir okkur þá var flaggið á lofti og markið dæmt ógilt.

Völsungar spiluðu þéttan varnarleik og héldu stöðu og skipulagi vel. Eins voru þeir beittir fram á við þegar á reyndi og voru að reyna skemmtilega hluti. Arnþór skallaði framhjá eftir góða fyrirgjöf Hrannars.

Á 30.mínútu átti Hrannar aukaspyrnu utan af kanti sem var kýld rétt út fyrir teig þar sem Arnþór mætti á ferðinni og skaut bylmingsskoti að marki. Varnarmaður kastaði sér fyrir og kom fót í bolta sem barst til Sindra sem átti þá aðra tilraun. Sú var varin og boltanum var komið frá.

Hrannar

Fyrri hálfleikur skemmtilegur og góður fyrir okkur en menn fylgdu skipulagi alveg í þaula.

Seinni hálfleikur byrjaði ekki eins vel en Framarar klúðruðu snemma dauðafæri fyrir opnu marki er framherji þeirra feilaði á boltann. Á 52.mínútu kom svo fyrsta markið. Völsungar töpuðu boltanum vinstra megin, gerð var árás á vörnina og boltinn barst út í teig þar sem að Haukur Baldvinsson mætti og kláraði færi sitt einkar laglega uppi í markhornið nær. 1-0 fyrir Fram.

Völsungar brotnuðu ekki og héldu áfram að fylgja sínu plani. Framarar komust lítið áleiðis gagnvart áræðnri miðju og bakvörðum okkar ásamt því að Odrobéna og Gunni Siggi áttu glæsilegan leik í miðverði.


Fram á við gengu hlutirnir svo loks upp. Hrannar fékk boltann á kantinum og sendi inn á miðju í hlaupið hjá bróður sínum Guðmundi. Guðmundur skýldi boltanum vel undan varnarmönnum og þegar hann kom fyrir miðjan teig skaut hann að marki. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í markhorninu vinstra megin þar sem Ögmundur í marki Fram náði ekki til boltans. Staðan orðin 1-1 eftir 64 mínútur.

Framarar þyngdu í sókninni en komust ekkert áleiðis og á 82.mínútu gerðu Völsungar sína einu skiptingu. Bergur kom þá inn fyrir Ásgeir sem hafði skilað sinni vakt vel en hann var einkar duglegur og grimmur fram á við. Á 90.mínútu fengu Völsungar svo kjörið tækifæri til þess að klára með marki en aukaspyrna Guðmundar barst út úr teignum þar sem Arnþór átti gott skot rétt framhjá fjærstönginni. Svo skall hurð nærri hælum í okkar eigin vítateig mínútu seinna áður en flautað var til leiksloka.

Asgeir

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli gegn úrvalsdeildarliði Fram og unnu Völsungar svo sannarlega fyrir sínu stigi. Menn fylgdu sínu skipulagi í hvívetna, voru duglegir til baka og snarpir og beittir fram á við þegar þeir unnu boltann. Heilt yfir átti liðið eflaust fleiri betri færi en Frammarar og er það vel.

Liðið stóð sig mjög vel í dag og menn voru að gera hlutina í sameiningu, allir tilbúnir í að vinna fyrir hvorn annan. Sveinbjörn Már spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu með Völsungi og stóð hann sig vel. Ásgeir spilaði líka sinn fyrsta leik eftir meiðsli sem og Kjartan og stóðu þeir sig með mikilli prýði. Það er ekkert stórt til að kvarta undan og frammistaðan í dag er klárlega eitthvað til þess að byggja á til frambúðar.

Maður leiksins Guðmundur Óli.

Góli

Fagnad

Dragan

FB
Meðfylgjandi myndir tók Brandur Jóns og fleiri slíkar má skoða hér

Tendgar greinar:
Hrannar Björn: Getum vonandi byggt ofan á það sem við gerðum hér í dag

Guðmundur Óli: Allt liðið að spila vel
Baráttustig í fyrsta leik Lengjubikarsins

Dragan í viðtali við fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Fram (Myndband)

Myndasyrpa: FRAM 1-1 Völsungur


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ