Völsungur vann Fram og er komið í úrslitakeppnina

Völsungur tók á móti Fram í 2. deild kvenna í gær og hafði sigur á þeim bláklæddu.

Völsungur vann Fram og er komið í úrslitakeppnina
Íþróttir - - Lestrar 227

Harpa fagnaði marki sínu vel og innilega.
Harpa fagnaði marki sínu vel og innilega.

Völsungur tók á móti Fram í 2. deild kvenna í gær og hafði sigur á þeim bláklæddu.

Gestirnir komust yfir þegar um hálftími var liðinn af leiknum og staðan 1-0 í hálfleik.

Heimastúlkur jöfnuðu metin á ´62 mínútu þegar Sarah Catherine Elnicky skoraði eftir fyrirgjöf Hörpu Ásgeirsdóttur.

Völsungar misstu mann út af á ´70 mínútu þegar Margrét Selma Steingrímsdóttir fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.  

En Harpa, sem tók skóna niður úr hillunni þegar Völsungur þarfnaðist hennar á lokasprettinum, skoraði síðan sigurmarkið þegar um korter var til leiksloka.

Glæsileg endurkoma hjá henni sem tryggði liði Völsungs sæti í úrslitakeppni 2. deilda sem hefst um næstu helgi.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Sarah skoraði jöfnunarmark Völsungs.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þær grænu fagna.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Harpa og Hildur Anna Brynjarsdóttir fagna sigurmarki Völsunga.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Mar markmaður Völsungs ver hér glæsilega.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744