Völsungur ræður þjálfara

Blakdeild Völsungs hefur ráðið Tihomir Paunovski sem yfirþjálfara fyrir starf blakdeildar á komandi tímabili.

Völsungur ræður þjálfara
Íþróttir - - Lestrar 198

Tihomir Paunovski.
Tihomir Paunovski.

Blakdeild Völsungs hefur ráðið Tihomir Paunovski sem yfirþjálfara fyrir starf blakdeildar á komandi tímabili. 

Tihomir mun sinna þjálfun meistarflokka félagsins sem og koma að þjálfun yngri flokka og sjá um að fylgja eftir stefnu blakdeildar við áframhaldandi uppbyggingu deildarinnar. 

Tihomir er 52 ára gamall og kemur frá Norður Makedoníu og er með meistaragráður í íþróttafræðum frá háskóla í Skojpe í heimalandinu.

Hann á að baki langan atvinnumannferil í Evrópu og einnig hefur hann víðtæka þjálfarareynslu, bæði með félagsliðum, landsliði Makedóníu og hefur verið í þjálfarateymi íslensku landsliðanna.

Tihomir hefur starfað sem þjálfari á Íslandi síðastliðin 5 ár - hjá Vestra á Ísafirði og HK í Kópavogi. 

Í Fréttatilkynningu segir að stjórn Blakdeildar bjóði Tihomir velkominn til starfa og hlakki mjög til samstarfsins í vetur. Það eru spennandi tímar framundan í blakinu á Húsavík.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744