Völsungur og FSH halda áfram samstarfi um afreksíþróttaáfanga

Íþróttafélagið Völsungur og Framhalsskólinn á Húsavík hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning.

Guðrún og Dóra ánægðar með samininginn.
Guðrún og Dóra ánægðar með samininginn.

Íþróttafélagið Völsungur og Framhalsskólinn á Húsavík hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning.

Samstarfið felur í sér að FSH mun bjóða uppá áfanga sem ber heitið Afreksíþróttir og er ætlaður þeim einstaklingum sem vilja ná lengra í þeirri íþróttagrein sem sá hinn sami stundar.

Samstarf milli skólans og íþróttafélagsins hefur verið til staðar undanfarin ár og var til að mynda til þess að þessi áfangi var upprunalega settur á laggirnar. Nú er markmið samningsins að auka samstarfið enn frekar og búa til áfanga sem er spennandi og getur verið aðdráttarafl fyrir einstaklinga sem vilja ná langt í íþróttum og um leið hljóta góða menntun við góðan framhaldsskóla.

Dóra Ármannsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, og Guðrún Kristinsdóttir, formaður Völsungs, rituðu undir samninginn í dag. Báðar lýstu þær yfir mikilli ánægju með samninginn og sjá fram á að áfanginn geti nýst báðum aðilum vel til lengri tíma litið.

Um þessari mundir eru 16 nemendur skráðir í afreksíþróttaáfangann. Eru þetta einstaklingar sem hafa það markmið að vilja ná eins langt í sinni íþróttagrein og möguleiki er á. Nemendurnir munu skrifa samning þar sem þau lýsa yfir að þau muni stunda íþrótta sína af krafti ásamt því að neyta ekki áfengis eða tóbaks á meðan þau taka þátt í áfanganum. (volsungur.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744