Völsungur á toppnum eftir 3-0 sigur á móti KAÍþróttir - - Lestrar 212
Fyrsta hrina byrjaði af krafti og var KA með örlítið forskot fram í miðja hrinu en Völsungur náði að jafna í stöðunni 15-15. Eftir það héldu heimastúlkur forystunni allt til enda og unnu hrinuna 25-23.
Önnur hrina byrjaði svipað og sú fyrsta en þó var Völsungur með forystu megnið af hrinunni en jafnt var í stöðunni 19-19 en þá sigu heimastúlkur fram úr kláruðu hrinuna 25-22.
Í þriðju hrinu virtist vera sama mynstur í uppsiglingu en í stöðunni 4-4 sigu Völsungsstúlkur fram úr og náðu að komast í 11-6. KA neitaði að gefast upp og náðu að jafna í 18-18 og þá tók við háspennukafli þar sem liðin skiptust á forystunni og var jafnt í stöðunni 24-24, 25-25 og 26-26 en þá náði Völsungur að klára síðustu tvö stigin og unnu hrinuna 28-26 og leikinn þar með 3-0.
Nikkia Benitez.
Stigahæst í liði Völsung var Nikkia Benitez með 15 stig og í liði KA var Nera Mateljan með 11.
Fagnað í leikslok.
Eftir sigurinn situr Völsungur á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki, KA í öðru sæti með 12 stig eftir 6 leiki og Álftanes í því þriðja með 10 stig eftir 4 leiki. Það er því útlit fyrir að deildin verði spennandi skemmtileg í vetur.