21. júl
Völsungsstelpurnar sóttu þrjú stig í HafnarfjörðÍþróttir - - Lestrar 109
Völsungur gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gær þegar liðið sótti Hauka heim í 2. deild kvenna.
Leikurinnn byrjaði vel þegar Berta María Björnsdóttir skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins en Haukar voru taplausar það sem af er sumri.
Þannig var staðan þangað til tæplega tíu mínútur voru eftir en þá jöfnuðu Haukastúlkur.
Völsungar gáfust þó ekki upp og Berta María skoraði sitt annað mark, og sigurmarkið í lok leiks.
Völsungur var þar með fyrsta liðið til að vinna Hauka í sumar og fór upp í toppsæti deildarinnar með 28 stig líkt og Haukar en betri markatölu.
Síðasti leikur fyrir úrslitakeppni 2. deildar er sjálfur Mæruleikurinn næstkomandi föstudag. Þá mætir Fjölni úr Grafarvogi í heimsókn og um að gera að fjölmenna á völlinn og hvetja Völsungsstelpurnar til sigur.