09. apr
Völsungsstelpurnar sigruðu TindastólÍþróttir - - Lestrar 479
Völsungur og Tindastóll mættust í gær í 3ja riðli C-deildar Lengjubikars kvenna á gervigrasivellinum á Húsavík.
Hulda Ösp Ágústsdóttir kom heimastúlkum á bragðið þegar hún skoraði undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 í hálfleik.
María Dögg Jóhannesdóttir jafnaði 1-1 fyrir Tindastól í upphafi seinni hálfleiks en Völsungsstelpurnar tóku þetta á lokasprettinum en
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Völsungi aftur yfir á 78. mínútu og Arnhildur Ingvarsdóttir gerði út um leikinn í uppbótartíma.
Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum sem sýndur var beint á Youtuberás Völsungs.