06. feb
Völsungskonur áfram í bikarnumÍþróttir - - Lestrar 399
Völsungur gerði góða ferð suður um helgina þegar liðið mætti Aftureldingu B í bikarkeppni BLI, Kjörísbikarnum.
Leikurinn endaði 3-1 fyrir Völsung og var sigurinn nokkuð öruggur og greinilegt að Völsungsliðið er á réttri leið. Tveir sigurleikir í röð á nýju ári!
Um næstu helgi er leikur við KA á Akureyri í Mizuno deildinni og svo leikur í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar um miðjan febrúar.
Ákveðið hefur verið að styrkja liðið fyrir lokasprettinn og er ung ítölsk blakkona, Michell Traini væntanleg til Húsavíkur í vikunni til að leggja Völsungskonum lið út tímabilið!