26. nóv
Völsungar standa sig vel í Fjallalambsdeildinni í blakiÍþróttir - - Lestrar 301
Völsungar standa sig vel í Fjallalambsdeildinni í blaki og eru í 2. - 3. sæti þegar tvær umferðir af sex eru búnar.
Laugardaginn 24. nóvember var 2. umferð deildarinnar leikin á Akureyri og lentu Völsungar þar í 2. sæti á eftir KA og lyftu sér þar með upp að hlið Rima í 2. sætið.
KA heldur þó öruggri forystu en þeir hafa unnið báðar umferðirnar til þessa. Hægt er að nálgast upplýsingar um deildina á heimasíðunni fjallalambsdeildin.is