Völsungar skoruðu sigurmark í uppbótartíma

Völsungar fengu Ægi frá Þorlákshöfn í heimsókn á PCC völlinn í kvöld.

Völsungar skoruðu sigurmark í uppbótartíma
Íþróttir - - Lestrar 196

Áki og Bjarki fagna sigurmarki þess fyrrnefnda.
Áki og Bjarki fagna sigurmarki þess fyrrnefnda.

Völsungar fengu Ægi frá Þorlákshöfn í heimsókn á PCC völlinn í kvöld.

Liðin voru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti 2. deildar með 29 stig og vildu bæði stigin þrjú sem í boði voru.

Á fésbókarsíðu Græna hersins segir m.a um leikinn:

Rafnar Máni Gunnarsson kom okkur yfir á 7.mín og 1-0 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu á 80.mín og mjög svo opinn leikur í restina. Sturluð skyndisókn á 95.mín endaði með stórkostlegu sigurmarki frá Áka “Iðagrænum” Sölvasyni.

Völsungur er áfram í þriðja sæti, nú fjórum stigum á eftir Þrótti R en Njarðvík sem fyrr á toppnum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Rafnar Máni fagnar marki sínu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Og félagar hans fagna honum sem og markinu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Jamie sækir upp völlinn og örskömmu síðar gaf hann þessa fínu sendinga á Áka sem kárið færið og sigur Völsunga í höfn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Bjarki Baldvins og markamaskínan Áki fagna sigurmarkinu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744