Völsungur er deildarmeistari 1. deildar kvenna í blaki

Völsungur er deildarmeistari í 1. deild kvenna tímabilið 2020-2021 en síðustu deildaleikirnir fóru fram um síðustu helgi.

Völsungur er deildarmeistari 1. deildar kvenna í blaki
Íþróttir - - Lestrar 292

Tamara fyrirliði Völsungs tók við bikarnum.
Tamara fyrirliði Völsungs tók við bikarnum.

Völsungur er deildarmeistari í 1. deild kvenna tímabilið 2020-2021 en síðustu deildaleikirnir fóru fram um síðustu helgi.

Á vef Blakfrétta.is segir að líkt og í öðrum deildum var keppni stöðvuð tvisvar á tímabilinu vegna Covid-19.

Það hafði auðvitað áhrif á leikjafjölda liða en líkt og í Mizunodeildum karla og kvenna þá var ekki hægt að klára alla deildarleikina.

Aðeins náðist að leika 73,2% af deildarleikjum 1.deildar kvenna og fór svo að Völsungur sátu uppi sem deildarmeistarar með 23 stig eftir 9 leiki.

Úrslitakeppni 1.deildar kvenna er hafin en þar mætast annarsvegar Fylkir og BF og svo Völsungur og Ýmir. BF og Völsungur hafa yfirhöndina eftir fyrri leiki liðanna en Völsungur vann Ými 3-0 í dag.

Seinni leikir liðanna fara fram á morgun og verður þá ljóst hvaða lið mætast í úrslitum.

Að loknum leik Völsungs og Ýmis í dag fengu Völsungar afhenta verðlauna-peninga auk bikars fyrir deildarmeistaratitilinn.

Og þá var kátt í höllinni en áhorfendur máttu loks mæta á leikina og um að gera að mæta á seinni leikinn gegn Ými sem er kl. 13:00 á morgun.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Tami fyrirliði tók við bikarnum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Bikarnum og deildarmeistaratitlinu fagnað.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Völsungur deildarmeistarar 1. deildar kvenna 2021.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744