Völsungar á skriði

Eftir leiki helgarinnar eru Völsungar í þriðja sæti 2. deildar með 23 stig líkt og Fjallabyggð sem hefur betra markahlutfall í öðru sætinu.

Völsungar á skriði
Íþróttir - - Lestrar 177

Arnar Pálmi skorar hér fyrsta markið.
Arnar Pálmi skorar hér fyrsta markið.

Eftir leiki helgarinnar eru Völsungar í þriðja sæti 2. deildar með 23 stig líkt og Fjallabyggð sem hefur betra markahlutfall í öðru sætinu.

Völsungar fengu Fjarðar-byggð í heimsókn sl. föstudagskvöld en austanmenn sitja á botni deildarinnar.

Það er skemmst frá því að segja að Völsungar áttu leikinn og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Unnu þar með sinn fjórða sigur í röð.

Markaskorarar voru Arnar Pálmi Kristjánsson, Sæþór Olgeirsson (víti), Ásgeir Kristjánsson og Elvar Baldvinsson en þetta var hans fyrsti leikur eftir að hann kom að. láni frá Þór Akureyri.

Þróttur Vogum eru á toppi deildarinnar með 27 stig og einso áður segir Fjallabyggð og Völsungur í 2-3 og þar á eftir í þéttum pakka Njarðvík og KV með 22 stig og Haukar 19 stig.

ÍR og Magni eru með 17 stig, Reyn­ir úr Sand­gerði 16 og Leikn­ir á Fá­skrúðsfirði 13.

Í botnsæt­un­um sitja sem fyrr Kári með 6 stig og Fjarðabyggð með 5 stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ljósmynd Hafþór - 640.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744