Völsungar á skotskónum um helgina

Völsungar voru svo sannarlega á skotskónum um helgina og fjórir leikmenn skoruðu þrennur.

Völsungar á skotskónum um helgina
Íþróttir - - Lestrar 130

Jakob Gunnar og Halla Bríet skoruðu þrennur.
Jakob Gunnar og Halla Bríet skoruðu þrennur.

Völsungar voru svo sannarlega á skotskónum um helgina og fjórir leikmenn skoruðu þrennur.

Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði þrjú mörk í 5-0 útisigri á Reyni Sandgerði.

Hin tvö mörkin skoraði Juan Garcia og fyrstu stigin í hús eftir þrjár umferðir.

Stelpurnar léku við Sindra á Hornafirði og gjörsigruðu heimastúlkur 10 -0.

Berta María Björnsdótir, Halla Bríet Kristjánsdóttir og Krista Eik Harðardóttir gerðu allar þrennur og Hildur Anna Brynjarsdóttir skoraði eitt mark.

Stelpurnar með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og markatalan 12-1.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744