Völsungar á sigurbraut

Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Völsunga á KF í 2. deildinni í kvöld.

Völsungar á sigurbraut
Íþróttir - - Lestrar 171

Gestur Aron kom Völsungum á bragðið.
Gestur Aron kom Völsungum á bragðið.
Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Völsunga á KF í 2. deildinni í kvöld.

Leikið var á PCC vellinum og Gestur Aron Sörensson Völsungum á bragðið með skallamarki á 22 mín. leiksins og Jakob Gunnar tvöfaldaði forystuna um fimm mínútum síðar.

Staðan 2-0 í hálfleik.

Ljósmynd Hafþór

Jakob Gunnar í baráttu við Fjallabyggðarmenn.
 
Jakob Gunnar skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Völsunga á 82. mín. og stuttu síðar bætti Jakob Héðinn Róbertsson fjórða markinu við en hann var nýkominn inn á sem varamaður.
 
Jonas Benedik Schmalback minnkaði muninn fyrir gestina í blálok venjulegs leiktíma.
 
Ljósmynd Hafþór
 
Gestur Aron með skot á markið en hann skoraði fyrsta mark Völsunga með skalla í fyrri hálfleik.
 
Ljósmynd Hafþór
 
Jakob Héðinn í þann mund að skora fjórða og síðasta mark Völsunga.
 
Ljósmynd Hafþór
 
Arnar Pálmi Kristjánsson fyrirliði átti góðan leik og var með stoðsendingar í tveim fyrstu mörkum Völsunga.
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744