Vistvænir straumar á handverkshátíð

Vistvæn hráefni setja sterkan svip á Handverkshátíð 2014 sem haldin verður í 22. sinn í Eyjafajarðarsveit 7.-10. ágúst.

Vistvænir straumar á handverkshátíð
Fréttatilkynning - - Lestrar 226

Vistvæn hráefni setja sterkan svip á Handverkshátíð 2014 sem haldin verður í 22. sinn í Eyjafajarðarsveit 7.-10. ágúst.

Mikill fjöldi umsókna hefur borist hátíðinni og endurspeglar hún alla jafna það sem hæst ber í handverki hverju sinni; verk, framleiðsluaðferðir og hráefni. 

Sú gróska sem verið hefur í íslensku handverki undanfarin ár er hvergi á undanhaldi og núna virðist sem lífræn og "Fair Trade" vottuð hráefni ásamt endurvinnslu og vistvænni framleiðslu séu ríkjandi í því fjölbreytta handverki sem lagt hefur verið fram. 

Hátíðin er löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu með um 100 sýnendur og árlega um 15-20 þúsund heimsóknir.

Umsóknarfrestur Handverkshátíðar 2014 rennur út 1. apríl n.k.. 
Nánari upplýsingar er að finna á www.handverkhatid.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744