Vinnsla á stórþara á Húsavík eða Dalvík

Skipu­lags­stofn­un hef­ur tekið ákvörðun um að land­vinnsla fyr­ir­tæk­is­ins Íslandsþara á stórþara á Dal­vík eða Húsa­vík skuli ekki háð mati á

Vinnsla á stórþara á Húsavík eða Dalvík
Almennt - - Lestrar 134

Húsavík.
Húsavík.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur tekið ákvörðun um að land­vinnsla fyr­ir­tæk­is­ins Íslandsþara á stórþara á Dal­vík eða Húsa­vík skuli ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu um helgina en end­an­legt staðar­val fyr­ir starf­sem­ina ligg­ur ekki fyr­ir. Einn staður á hafn­ar­svæði Dal­vík­ur og tveir við Húsa­vík­ur­höfn koma til greina fyr­ir vinnslu­hús­næðið.

Fyr­ir­huguð fram­kvæmd felst í söfn­un og vinnslu á stórþara og er gert ráð fyr­ir að þar­an­um verði safnað und­an annesj­um á Norður­landi, mögu­lega frá Vatns­nesi við Húna­flóa allt aust­ur að Langa­nesi.

Í grein­ar­gerð með ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar kem­ur fram að Íslandsþari geri ráð fyr­ir að vinnsla á stórþara verði á hafn­ar­svæði á Norður­landi, sem næst miðsvæðis á vaxt­ar­svæði stórþarans. Áform eru um að reisa um 4-6 þúsund fer­metra vinnslu­hús­næði ásamt aðstöðu til þró­un­ar á starf­sem­inni. Fyr­ir­hugað er að vinna allt að 40 þúsund tonn á ári af stórþara þegar fullri vinnslu er náð og afurðir verði um fjög­ur þúsund tonn á ári af þur­refni, þ.e. um 2.500 tonn af þaramjöli, 1.200 tonn af al­g­ínöt­um og 350 tonn af sellu­lósa. Þessi efni eru notuð sem bæti­efni fyr­ir mat­væla- og lyfja­markað.

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar seg­ir að fram­kvæmd­in hafi all­ar for­send­ur til að falla að ann­arri starf­semi sem fyr­ir sé á þeim hafn­ar­svæðum sem koma til greina.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744