Vill vernda tré sem merkileg geta talistAlmennt - - Lestrar 341
Jan Klitgaard, garðyrkjustjóri Norðurþings kom á fund framkvæmda- og þjónustunefndar Norðurþings á dögunum og gerði grein fyrir úttekt sem hann hefur gert á trjám í húsagörðum og opnum svæðum á Húsavík. Undanskilin er tré í Skrúðgarði og "Hjartarlundi" við Baughól.
Í úttektinni er gerð grein fyrir þeim trjám sem merkilegust geta talist og þá hvers vegna. Undanfarin ár hafa nokkur merkileg tré verið fjarlægð eða skemmd og því telur garðyrkjustjóri nauðsynlegt að móta stefnu um verndun þeirra.Í framhaldi af úttektinni mun garðyrkjustjóri upplýsa fólk um gildi trjáa í görðum þess og sérstöðu þeirra.
Garðyrkjustjóri gerir það að tillögu sinni að hann veiti fólki endurgjaldslausar ráðleggingar varðandi umhirðu trjánna og aðstoði við hana gegn því að trén verði vernduð með formlegum hætti t.d. samningi til ákveðins tíma. Verndunin feli í sér að ekki megi skaða/höggva tréð án samþykkis garðyrkjustjóra sveitarfélagsins.
Framkvæmda- og þjónustunefnd samþykkir erindið og felur Jan að gera drög að samningi milli sveitarfélagsins og eigenda trjáa sem hægt er að leggja fyrir.