04. okt
Vilja hefja fiskeldi á KópaskeriAlmennt - - Lestrar 269
Fiskeldi Austfjarða vill hefja fiskeldi á landi á Röndinni á Kópaskeri.
Svæðið er skilgreint sem náttúruverndarsvæði og breyta þarf aðalskipulagi ef fiskeldi á að rísa.
Sveitarstjóri Norðurþings segir að fiskeldi geti eflt atvinnulífið á svæðinu. Skipulagsfulltrúi Norðurþings er bjartsýnn á að framkvæmdin verði að veruleika, en segir óvenjumargar umsagnir hafa borist.