Vel heppnað riffilskotmót

Varmint for scoreriffilmótið mótið var haldið s.l. sunnudag á skotvelli Húsavíkur.

Vel heppnað riffilskotmót
Íþróttir - - Lestrar 630

Gylfi Sig mundar Sakoinn.
Gylfi Sig mundar Sakoinn.

Varmint for scoreriffilmótið var haldið  s.l. sunnudag á skotvelli Húsavíkur. Þangað mættu til leiks m.a skyttur frá Akureyri, af Héraði, og úr Öxarfirði auk heimamanna.

Veðrið var með allra besta móti, hægur vindur og þokuloft framan af degi, en birti upp þegar leið á daginn.

Þátttaka var nokkuð góð en keppt var í þremur flokkum; óbreyttum veiðirifflum, breyttum rifflum, og opnum (bench rest)  flokki.

Úrslit urðu sem hér segir:

Óbreyttir rifflar

Óbr. rifflar. 100 og 200 m.

1. Kristján Arnarson Húsavík.  270 stig 2 x.  Riffill: Sako 75 cal 6 PPC

2. Birgir Mikaelsson Húsavík.  270 stig 1 x. Riffill :   Sako 85 cal 308

3. Gunnólfur Sveinsson  Húsavík.  269 stig 4 x.  Riffil:     Tikka T 3 cal 308

Breyttir rifflar

Breyttir rifflar 100 og 200 m.

1. Gylfi Sigurðsson. Húsavík. Riffill: Sako 75 Cal 6 Br tight neck 287 stig 5 x

2. Finnur Steingrímsson. Akureyri. Riffill: Sako 75 Cal 6 XC 284 stig 4 x

3. Kristján Arnarson. Húsavík. Riffill: Stiller Cal 30 Br 284 stig 2x

Opinn flokkur

Opinn flokkur (bench rest)

100 m.

1. Kristján Arnarson Húsavík.  Cal 30 BR 247 stig 15 x

2. Hjalti Stefánsson. Egilstaðir.  Cal 6 ppc 247 stig 12 x

3. Egill Steingrrímsson. Akureyri. Cal 6 ppc 243 stig 6 x

Húsvískar riffilskyttur hafa sótt mikið í sig veðrið á síðustu árum, og hafa náð mjög góðum árangri í mótum sem þær hafa mætt á, meðal annars á Héraði, Akureyri og í Reykjavík.

Aðstaða til æfinga á velli félagsins er þokkaleg til æfinga, en betur má ef duga skal.

Reyndar er aðstaða til halda alvöru riffilmót afar bágborin, meðal annars vegna þess að skotborð í núverandi skothúsi eru einungis tvö, en á mótinu um helgina voru 15 keppendur, og tók öll keppnin um 11 klst.

Riffiláhugamenn horfa hins vegar björtum augum til framtíðarinnar, en þeir hafa þegar sýnt að þeir eiga fullt erindi í mót sem haldin eru árlega hér á landi, og þegar hafa verið lögð drög að því að byggja upp viðunandi hús svo unnt sé að stunda þessa íþrótt fyrir alvöru.

Hér fyrir neðan má sjá þjár húsvískar riffilskyttur og með því að smella á myndirnar má fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Kiddi Lúlla

Kristinn Lúðvíksson.

Kristján Hjaltalín

Kristján Hjaltalín.

Gylfi Sigurðsson

Gylfi Sigurðsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744