29. apr
Vegleg hátíðarhöld stéttarfélaganna 1. maíAlmennt - - Lestrar 211
Það verður mikið fjör í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí þar sem stéttarfélögin bjóða að venju upp á veglega dagskrá.
Baráttukonan Ásdís Skúladóttir leikstjóri og einn stofnenda Gráa hersins flytur hátíðarræðu dagsins, enda dagurinn tileinkaður baráttu eldri borgara.
Söngfélagið Sálubót syngur nokkur lög undir stjórn Jaan Alavere. Eyþór Ingi og Guðni Ágústsson sjá um grín og gamanmál og að sjálfsöðu mun Eyþór Ingi einnig taka nokkur lög ásamt meðlimum úr Stjórninni, þeim Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni.
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.