19. júl
Útnefndur besti veitingastaðurinn hjá ÍslandshótelumAlmennt - - Lestrar 402
Fosshótel Húsavík var nýlega útnefndur besti veitingastaður-inn 2018 hjá Íslandshótelum en sautján hótel eru innan keðjunnar víða um land.
Um er að ræða mikla viðurkenn-ingu fyrir hótelið og starfsmenn sem leggja mikinn metnað í að þjónusta þá gesti sem sækja hótelið heim.
Í sumar starfa um 50 starfsmenn hjá Fosshótel Húsavík sem flestir eru í Framsýn en sagt er frá þessu á heimasíðu Framsýnar en hótelstjóri er Erla Torfadóttir.
Á meðfylgjandi eru Guðrún Þórhallsdóttir veitingastjóri og Hrólfur Jón Flosason yfirkokkur með bikarinn góða sem á stendur „Besti veitingastaðurinn 2018“ .