Útilokar ekki stóran jarðskjálfta við Kópasker

Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálfti, allt að sex að stærð, geti orðið í skjálftahrinunni sem nú stendur yfir í nágrenni við Kópasker.

Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálfti, allt að sex að stærð, geti orðið í skjálftahrinunni sem nú stendur yfir í nágrenni við Kópasker.

Einar Hjörleifsson náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í viðtali við Rúv.is að stærri skjálftar hafi mælst nú en í fyrri hrinum á þessum slóðum.
 

Skjálftahrinan hefur staðið síðan á laugardag og mörghundruð skjálftar mælst síðan þá. Flestallir eiga skjáftarnir upptök sín á bilinu fjóra til tíu kílómetra suðvestur af Kópaskeri, en þetta svæði er hluti af Grímseyjarbrotabeltinu.

Lesa meira á rúv.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744