Unnu kapphlaupið við tímann og björguðu bátnum

Eins og sagði fyrr í dag var búið að koma Lágey upp á vagn á strandstað við Héðinshöfða á Tjörnesi. Síðan tók við að keyra með bátinn á land

Lágey komin í bæinn eftir hrakningarnar.
Lágey komin í bæinn eftir hrakningarnar.

Eins og sagði fyrr í dag var búið að koma Lágey upp á vagn á strandstað við Héðinshöfða á Tjörnesi. Síðan tók við að keyra með bátinn á land við Höfðagerðis-sand. 

Tókst það með með þrautseigjuna að vopni og var hann kominn í bæinn á níunda tímanum í kvöld.

Það er ljóst að menn og konur sem komu að björgun áhafnarinnar í fyrrinótt, og síðan bátnum af strandstað við þessar erfiðu aðstæður unnu afrek. Alltaf var unnið í kapp við tímann og þrátt fyrir að tilraunir gærdagsins við að ná bátnum hafi ekki gengið upp var elja þeirra og dugnaður ódrepandi. Nýrra lausna var leitað og það bar árangur í dag og því full ástæða til að óska öllum þeim sem að björguninni komu til hamingju með árangurinn.

Og það gerir 640.is hér með og birtir hér myndir af strandstað og ferð bátsins til Húsavíkur.

Svona leit þetta út eftir hádegið...

...þegar verið var að undirbúa björgunaraðgerðir..

...og hjólaskóflurnar byrjaðar að moka undir sig svo hægt væri að hífa nógu hátt...

...fylgst var með af brúninni og .....

..björgunarsveitarfólk bar saman bækur sínar...

..en hér er búið að lyfta bátnum og Gunni bakkar vagninum undir..

..og hér er Lágey kominn á vagninn og eftir að ganga frá henni til...

..flutnings í land. Ljósm. Már Höskuldsson.

Jón Heiðar oddviti Tjörnesinga fylgdist með á vettvangi. Ljósm. Már Höskuldsson.

Með samstilltu átaki tóks að koma bátnum eftir fjörunni. Ljósm. Már Höskuldsson.

Komin upp úr fjörunni og leiðin að verða greið...

...fær eða þannig því margir vildu fylgjast með...

...en leiðin var greið og hér er hún komin í bæinn.

Þeir sem ekki hafa fengið nóg að myndum frá björgunaraðgerðum í dag geta séð fleiri hér Vefstjóri lét bara allar myndirnar flakka þar sem hann nennti ekki að fara að grisja þetta í kvöld.

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744